Um okkur
Holtsel í Eyjafirði, 17km frá Akureyri.
Ísinn
Við framleiðum okkar eigin rjómaís, jógúrt- og skyrísa, og sorbet (eggja og mjólkurlaus ís). Við bjóðum uppá fjölda af tegundum, en alla jafna eru 24 tegundir til að velja um í skafborðinu hjá okkur. Fyrir þá sem langar að prufa sem flestar tegundir erum við með "Risaísskál", en hún samanstendur af 15 ískúlum að eigin vali.
Fyrir þá sem vilja taka ísinn með sér heim seljum við hann í 500 ml, 2,5 lítra eða 5 lítra boxum. Daglega er mest úrval á lager hjá okkur af 500 ml boxum, en við tökum við sérpöntunum í stærri einingum, og gerum einnig ís fyrir veislur eða önnur tilefni. Gott er að panta með minnst viku fyrirvara. Hafið samband til að panta eða fá lista yfir þær tegundir sem við bjóðum uppá.
Matvara
Við seljum okkar eigin nautgripa- og alikálfakjöt. Við bjóðum upp á steikur, hakk, hamborgara, gúllasefni og reyktar nautatungur. Einnig seljum við broddmjólk (ábrysti), anda- og hænuegg, heimagert gamaldags skyr og ýmsa aðra matvöru frá öðrum Beint frá býli farmleiðendum víðsvegar af landinu. Hægt er að hafa samband til að panta, við setjum saman kjötpakka í ýmsum stærðum eftir óskum hvers og eins.
Handverk
Hjá okkur fæst einnig handverk, allt framleitt á öðrum býlum á landinu, má þar t.d. nefna Sælusápur og Geisla.
Bændurnir í Holtseli eru Arna Mjöll Guðmundsdóttir, Styrmir Frostason og Fjóla Kim Björnsdóttir