Fréttir
Sending til Reykjavíkur
Það er alltaf í boði frí sending til Reykjavíkur, stærri sendingar eru keyrðar heim en aðrar sóttar á afhendingarstað í Reykjavík. Hægt er að velja þennan valmöguleika í kaupferlinu. Næsta...

Hvað erum við?
Holtsel er sveitabær þar sem stundaður er kúabúskapur og ísgerð. Við rekum einnig litla sveitaverslun og ísbúð þar sem hægt er að fá ýmsa matvöru og handverk beint frá býli, ásamt því að gæða sér á ekta heimagerðum rjómaís. Tilvalinn bíltúr í hæfilegri fjarlægð frá Akureyri til að skoða sveitina, og njóta ferska sveitaloftsins í nálægð við kýrnar, hænurnar og öll hin dýrin!

Hvar erum við?
Í um 19 km fjarlægð sunnan við Akureyri, við veg 824. Um það bil 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hrafnagili og Jólahúsinu.